Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Íslandshreyfingin eða framboð fátækra humm?

Ég heyrði inn á tal einhverra gáfumanna sem töldu smærri framboð ekki eiga erindi inn á þing … samtök eldri borgara, Íslandshreyfingin, Frjálslyndir Tounge og fleiri… næst yrði það framboð fátækra og það myndi endurspegla þessi “ónauðsynlegu framboð”,…. því hér væri engin fátækt hahaha og bakvið þetta hvíldu rök þeirra, gáfumannanna að allir hefðu nóg að borða og þak yfir höfuðið...           Þetta kveikti hugsun í gömlum kolli...mínum – humm að það væri ekki fátækt á Íslandi í dag..      Þetta er ekki rétt,  sumir  eiga það skítt og er skömm á okkar þjóðfélagi, að vera læstur inni í fátækt, menntunarleysi, aldri, veikindum og öðru sem brýtur niður mannlega reisn.      Aðalsökudólgurinn er í sjálfu sér að mestu innilokun í skuldum, þ.e. eyðsla fram í tímann, sko.....
heimilisreikningurinn gæti t.d. verið 55.000 í heimilið, 25.000 í bíl, 25.000 í annað og svo 75.000 skuldir
 ( humm greiðsla á eldri eyðslu) og þá lætur eitthvað annað undan þegar þú þrýstir 185.000 í 100.000 kr. innkomu. og boltinn stækkar og stækkar og endar í niðurbroti og útskúfun.     

Þetta með eyðslu á framtíðarinnkomu er stærsta vandamál í dag og þegar fólk skoðar sig og kemst að því að það skuldar að meðaltali 3-4 ára laun nettó (fram í tímann) er eignalaust, býr í íbúð sem bankar eiga (90-100% lán) bíl á leigu ( bundið næstu 3 ár að lámarki). 
      Það er vetur og myrkur, makinn og/eða þú eruð í bulli eða farinn, börnin á tómstundanámskeiði eða flutt að heiman, vinnan leiðinleg og illalaunuð miðað við "ábyrgð", "happy"töflurnar orðin hluti af morgunmatnum, þá er kannski ekkert gaman að lifa ha,      En svona hugsum við ekki gullið í þjóðfélaginu, sumarið er bara rétt handan við hornið, ævintýrin eru þarna líka ef við leyfum þeim að gerast og það er gaman að vera til....      En þetta voru bara hugleiðingar .. um fátækt...          

Hvar ættu fátækir að fá aura í framboð... skítblankir.....Grin


Byggðir landsins - Stokkseyri - flottur staður

Ég hef verið þeirrar gæfu að njótandi, kannski meiri en manni grunar sjálfum, að fá að fylgjast með uppbyggingu sjávarþorps á suðurlandi.. Þorps sem varla hafði kóda eða fiskvinnslu, var dauður svefnbær innlimaður í “hinn” svefnbæinn Selfoss undir nafninu Árborg. 

Stokkseyri heitir þessi vinalegi “ heiti” bær og er fjær okkur en Selfoss en nær okkur en Akureyri.

Undanfarin ár hefur uppbygging verið hröð og að öðrum ólöstuðum hafa hjónin Svanfríður og Reynir staðið sig frábærlega við að setja bæinn á kortið.. en þau reka m.a. Töfragarðinn ( tofragardur.is) og kajakleiguna ( kajak.is) og fleira er í deiglunni...

 

Þarna er íbúðaverð hátt ( eini mínusinn),  rólegt með afbrigðum, Draugasetrið, Veiðisafnið, Draugabarinn, Bryggjuhátið hvert ár, Fjöruborðið ( besti humar landsins) og þar var Sir Cliff Richard í mat í vikunni ... humm meðmæli jamm... Grunnskóli, leikskóli, sundlaug og verslun.. 

Týpiskt sveitaþorp sem lifði af og er að gera vel... 

Frá síðunni Stokkseyri.is sést ofangreint og miklu, miklu meira..  

Þetta er nú sett fram hér til fróðleiks en í öllu byggðastefnukjaftæðinu gleymist oft það sem er nær en er ekki á svæði 101 Reykjavík... 

Staður sem er flottur og með toppfólki í brúnni sem lifir af..... og grætur ekki örlög sín....þau  ráða sinni framtíð sjálf


Hreinlega... einn góður....

Þrír aldraðir menn sátu á bekk í garðinum fyrir utan elliheimilið.


Sá níræði dregur djúpt andann og segir: > Mér líður eins og sextugum manni...


Sá nítíu og fimm gerir slíkt hið sama og segir. > Umm. Mér líður eins og ég sé fimmtugur.....


Sá hundrað ára dregur andann langt og djúpt og segir eftir dálitla stund: > Mér líður eins og ég sé nýfæddur.


Sköllóttur, tannlaus og búinn að skíta á mig,,,,,,
 

Þjóðarsálin - þjóðsöngur Spaugstofunnar ohf

 

Horfði á Spaugstofuna eins og allir hinir og verð að segja að þarna kom sálin okkar fram..

kjarninn..

Spaugstofan er spegill samtíðar okkar og tóku þjóðsönginn listavel eins og þeim er einum lagið með texta sem grætti eins og  "originalinn" gerir hjá Íslendingum eftir langar fjarvistir frá landi og þjóð...

Nú er verið að hamast á þeim að þetta hafi ekki verið við hæfi og eigi að kæra þá .... Önnur "klámráðstefna" í gangi en nú í Efstaleitinu...

Ég held að þessi útfærsla hafi gert meira fyrir hugsandi fólk heldur en Framtíðarlandið, Íslandshreyfingin, Sól í straumi og allir hinir atvinnumótmælendurinr og kærendurnir...

Þjóðsöngur Spaugstofunnar setti hlutina í samhengi.. eitthvað sem ofangreindum hefur gersamlega mistekist að gera... ... sem tilbiður Alcan og deyr...   tær snilld.. Ég tek ofan fyrir ykkur Spaugstofumenn...


Að hafa skoðanir

Ég hef um nokkurt skeið fylgst með blogginu og haft bæði gagn og gaman af því og svo mikin pirring og svo lítið gaman....

ég hef horft á skoðanir og hvernig skoðanir mega ekki vera til nema það séu “réttar skoðanir” og þegar “réttu” skoðanirnar eru ekki í gangi þá eru menn drepnir.... 

ef ég hef aðra skoðanir á hommum og lesbíum en að þau séu “lovable” hárgreiðslufólk eða leikarar í Will og Grace þá er ég fordómasvín með löngun tl að stíga út úr skápnum og er í reynd feluhommi eða kirkjunar maður.

Ef ég vill að við höfum stjórn á innflutningi vinnuafls eða bara einhverja stjórn á erlendu fólki sem vill koma hingað.. þá er ég fordómafullur racisti a la 'ubermenchen' á Íslandi og þá hinir þá undir.

Ef ég gagnrýni Framsóknarflokinn .. þá er Jón Sigurðsson guð píslarvottana.

Ef ég vildi frjálst flæði gesta hingað á “klámráðstefnu” þá er ég karlrembusvín með leyndar tilfinningar til barna...

eða þá að ég styð virkjanir, guð minn góður, álver og nýtingu auðlinda okkar á skynsamlegan hátt .... common... á dauðalista vinstri grænna... 

Mér hefur þó alltaf þótt vænt um skellegan og kröftuga Steingrím VG þar til að hann fór á atkvæðaveiðar til femínista og öfganana þar hvílandi...  

en ég held áfram að fylgjast með og stundum að henda inn skoðunum mínum svona um leið og ég hef eitthvað að segja og vera jafnviti borinn og td. velstyran.blog.is/blog/velstyran/ og fleiri sem eru afbragsgóðir pennar með heilbrigðar skoðanir...  

Lifið heil


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Höfundur

Kristján H
Kristján H
Gjörsamlega, algjörlega öfgalaus með skoðanir, oftast réttar en stundum rangar.  Rangar skoðanir eiga líka rétt á sér sbr. fegurð sést aðeins í samanburði við ljótleikann
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband