Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
3.4.2007 | 22:03
Hugleiðingar um hamingjuna, konur og lausnina á lífsgátunni.
Konur. Ég hef þó komist að því að í öllum konum eru tvö aukagen umfram okkur karlmennina sem gera konuna jafnfullkomna og hún er en það er annars vegar T genið sem er tösku og tuð genið ( búslóðaflutningur í tösku sem fylgir þeim alltaf og svo tuðið sem hver fullorðinn karlmaður þekkir) og svo hinsvegar samburðargenið sem lýtur að samburði við umhverfið ( hver hefur það betra en ég?).
Ég held að karlmenn séu upp til hópa ánægðir með það sem þeir hafa á hverjum tíma, en konan aðstoðar þróunina með sífelldri ertingu, haltu áfram > eignastu meira> stærra hús> nýrri bíl> flottara sófasett > flatskjá fyrir sjónvarp> Spánarferðir > stærra trampólín>> betri mann hehe......
Þannig að til að öðlast hamingjuna og þar með að leysa lífsgátuna þarf að fjarlægja eitt af genum konunnar og ígræða genið sem við karlmenn höfum og heitir > nægjusemi... Annars telst ég vera kominn hálan ís með öllu framansögðu og kveð því að sinni... og fer í páskafrí og þá er best að hugsa þetta upp á nýtt ... eða hvað??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.4.2007 | 11:06
Að hafa það gott .... um páskana
Við sem höfum það svo gott og höfum allt til alls hugsum alltof sjaldan um fólk sem býr í fátækt.
Þessi mynd sem ég sendi ykkur nú tók ég með símanum mínum fyrir nokkru og hún sýnir að fátæktin er alls staðar.
Konan sem gengur þarna um í sínum gatslitnu fötum, með allt sem hún á í plastpoka snertir taug í okkur öllum.
Þetta er nokkuð sem við ættum að hugsa um þegar við setjumst niður á páskum með góðan mat og vín.
Með kristilegri samúðarkveðju ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 14:39
Vér mótmælum "öll" - gelt í Straumsvík
Við erum dálítið undarleg þjóð... frá því að forseti Bókmenntafélagsins tilkynnti sig inn í Íslandssöguna með " vér mótmælum allir" þá höfum við ekki hætt..að mótmæla og hverju við mótmælum ekki...
Vér mótmælum "öll":
> lagningu síma frá Seyðisfirði til Reykjavíkur, sem var lagður..
> lokun skolplækjar sem Lækjargata heitir eftir ... hann var byrgður.....
> byggingu Seðlabankans... .hann var byggður...
> byggingu ráðhúss Reykjavíkur ... sem var byggt...
> byggingu Hæstaréttar ... sem var byggð...
> byggingu Perlunnar.... sem var byggð...
> veru bandaríska hersins ... sem fór...
> byggingu Kárahnjúkastíflu ... sem var reist....
> lagningu Höfðabakkabrúar ... sem var lögð....
> niðurrifi húsa við Laugaveg.... sem hverfa hvert af öðru....
Svona væri hægt að nefna blaðsíður ef ekki bækur.
Allt þetta fór í gegnum þrengingar, mismiklar, með leikaraliði, listamönnum og öðru styrkjafólki íslensku þjóðarinnar sem taldi sem vera í betra sambandi við fegurð og notagildi en almúginn...
En svo koma að því... að..
Vér mótmælum "öll":
Klámhópi frá Bandaríkjunum.... sem kom ekki...
Stækkun álvers í Straumsvík..... sem verður ekki....
Það sem skelfir mest er að mótmæli eru nú orðin gild og virka og má búast við því að við mótmælum bara meira... svo hægt er að segja.....
>áfram mótmælendur Íslands ... ykkur tekst að skella hinum þögla meirihluta í kaf með hávaðasömu gelti... gelt sem drepur niður framþróun... gelt sem skilar engum lausnum aðeins hávaða.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)