Leita í fréttum mbl.is

Bláa ljósið fælir burt fíklana

Sífellt fleiri staðir eru komnir með blá ljós á salerni almennings og má þar nefna m.a. verslanamiðstöðvar og sum kvikmyndahús.

Umræðan hefur stungið sér niður á undanförnum árum og við uppfletting koma m.a. þessar greinar fram úr Fréttablaðinu, fáar af mörgum.

"Stöðugt verður algengara að bláar perur séu settar í ljós á almenningssalernum til varnar gegn eiturlyfjafíklum. Þannig hafa bláar perur verið settar í ljósastæði á almenningssalernum á Slysavarðsstofunni og í Sundhöll Reykjavíkur. Fíklarnir sjá ekki æðarnar í bláu ljósi.

Ófeigur Þorgeirsson, yfirlæknir á Slysavarðsstofunni, segir að fíklarnir eigi erfiðara með að sjá til þegar þeir sprauta sig í bláu ljósi en vörnin sé ekki hundrað prósent. "Fólkið er orðið það flinkt að það kemst hjá þessu en bláa ljósið hjálpar og eitthvað hefur þetta minnkað," segir hann.

"Við tókum þetta upp á salerninu frammi við biðstofuna okkar fyrir ári. Fólk var að sprauta sig þar og við fundum nálar þar þannig að við settum upp bláu ljósin. Það er vel þekkt aðferð því að æðarnar sjást verr í bláu ljósi," segir hann.

Katrín Irvin, rekstrarstjóri Sundhallar Reykjavíkur, segir að það hafi verið óhuggulegt fyrir starfsmenn Sundhallarinnar að þurfa að tína upp nálarnar eftir sprautufíklana á almenningssalerninu frammi í anddyrinu og því hafi blátt ljós verið sett upp. "Mér skilst að þetta sé notað víða," segir hún"

Svo mörg voru þau orð... Blá ljós til að koma í veg fyrir sprautunotkun fíkla!!  Blá ljós lögreglubíla eru þá komin með samhjálp frá Sundhöllinni og Slysavarðstofunni - gott mál eða hvað?  Er þetta sú nálgun sem við þurfum gagnvart vágestinum - eiturlyfjum. Blá ljós ? Við gætum fjölgað bláum ljósum t.d. á skemmtistöðum miðbæjarins um helgar. Í staðinn fyrir innbrotakerfi heimila fengjum við okkur blá ljós, því eins og flestir vita eru það lyfjaneytendur sem eiga flest innbrotin.

Götuljós, hvort sem yrðu í miðbæ Reykjavíkur, Hólmavíkur eða á Akureyri yrðu blá.

Við gætum kortlagt okkar heimabyggð með bláum ljósum, séð hvaða nágrannar hefðu blá ljós og þar með tryggt að okkar heimabyggð yrði laus við vágestinn - eiturlyf. Langfarsælast yrði þó,  að fá drottinn almáttugan til að skipta út sólinni og hafa þar bláan kastara, eiturlyfjaneysla heimsins myndi leggjast af. Ef ekki,  væri hægt að blinda eiturlyfjaneytendur þannig að þeir sæu ekki til við notkun eða að blinda okkur sjálf, þannig að við þyrftum ekki að horfa á eða vita af neytendum.

" Bláa ljósið fælir burt fíklana" segir okkur ekkert,  nema hversu langt við eigum eftir að fara til að hafa skilning á eiturlyfjavandamálinu á Íslandi í dag.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Fyrir fáfróðri lesönd, værir þú svo vænn að útskýra eiturlyfjavandann þannig að fáfróðir menn í sveit gætu öðlast einhvern skilníng á ?

Steingrímur Helgason, 3.1.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Kristján H

Jamm... Fáfróður sveitamaður .. svei.. það ert þú ekki þó þú hafir dregið þinn skrokk á norðurland eins og James Bond á eftirlaunum og gerir þitt til að jafna byggð sb.r einn þú á tveim innfæddum norðlendingum í gæðum og magni ...

Þú þekkir þetta vegna þinna starfa í undirheimum as a underdog og veist um hvað þetta snýst en þessi punktur minn snéri að þeirri fávísu blindu á opinberum stöðum s.s. á veitingahúsum og í afskolunarpollum Reykjavíkur... að stjórn af þessu tagi færi vanda eiturlyfjaneytanda frá þessum stöðum út í port bakatil úr augsýn þeirra sem nýta sér “lögleg eiturlyf” sbr. áfengi.

 

Histería bláu ljósanna er tilkominn í því, að mögulega, kannski eru nálar þrifnar í salernisrúllu sem ætlaðar eru til annarra hluta en nálaþrifa en sú hístería kemur aðallega úr gulupressunni og á Barnalandsspjallrásum....

Kristján H, 4.1.2008 kl. 08:41

3 identicon

er þá búið að blogga þetta árið?

bestu bestu kveðjur

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 13:56

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já vinur Gleðilegt ár og þakka öll gömlu og góðu/eg vona að við stöndum saman við að halta þessari Rikisstjorn aðhald,alla vega geri eg það,ekkí veitir af,berjumst til síðasta blóðdropa fyrir hönd Öreiganna og þeim sem mynna meiga sín/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 6.1.2008 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján H
Kristján H
Gjörsamlega, algjörlega öfgalaus með skoðanir, oftast réttar en stundum rangar.  Rangar skoðanir eiga líka rétt á sér sbr. fegurð sést aðeins í samanburði við ljótleikann
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband