Leita í fréttum mbl.is

Hugleiðingar um hamingjuna, konur og lausnina á lífsgátunni.

Hamingja er  tengd einfaldleika en gömul kona sagði við mig þegar ég var lítill ( í árdaga mannlífs á jörðu) að hamingja væri sambland af tilfinningum hjartans og rökhugsun (orsök og afleiðingar - skynsemi). Mér finnst það ákaflega rétt og hef reynt að lifa eftir því þó að það gleymist oft í hita og þunga dagsins...

Konur. Ég hef þó komist að því að í öllum konum eru tvö aukagen umfram okkur karlmennina sem gera konuna jafnfullkomna og hún er en það er annars vegar T genið sem er tösku og tuð genið ( búslóðaflutningur í tösku sem fylgir þeim alltaf og svo tuðið sem hver fullorðinn karlmaður þekkir) og svo hinsvegar samburðargenið sem lýtur að samburði við umhverfið ( hver hefur það betra en ég?).

Ég held að karlmenn séu upp til hópa ánægðir með það sem þeir hafa á hverjum tíma, en konan aðstoðar þróunina með sífelldri ertingu, haltu áfram > eignastu meira> stærra hús> nýrri bíl> flottara sófasett > flatskjá fyrir sjónvarp> Spánarferðir > stærra trampólín>> betri mann hehe......

Þannig að til að öðlast hamingjuna og þar með að leysa lífsgátuna þarf að fjarlægja eitt af genum konunnar og ígræða genið sem við karlmenn höfum og heitir > nægjusemi... Annars telst ég vera kominn hálan ís með öllu framansögðu og kveð því að sinni... og fer í páskafrí og þá er best að hugsa þetta upp á nýtt ... eða hvað??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Zgræva, zegðu bara það zem að brann á vörunum á þér.

"Lóðréttar kerlíngar eru leiðinlegri, & þær tenntu bíta bara...."

Z.

Steingrímur Helgason, 3.4.2007 kl. 22:45

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Við erum mikklir aðdánedur kvenna er það ekki,en kanski af gamla timunum svolitið!!!! /Gleðilega Páska Gamli minn!!!!!! kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 6.4.2007 kl. 17:02

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bið að heilsa til ykkar,Halli er að fara i friið til USA /hafðu það gott!!!! þin gamli vinur Halli gamli og hun Ella

Haraldur Haraldsson, 15.4.2007 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján H
Kristján H
Gjörsamlega, algjörlega öfgalaus með skoðanir, oftast réttar en stundum rangar.  Rangar skoðanir eiga líka rétt á sér sbr. fegurð sést aðeins í samanburði við ljótleikann
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband