Leita í fréttum mbl.is

Vér mótmælum "öll" - gelt í Straumsvík

Þá er búið að leggja kosningamálinu, stækkun álvers í Straumsvík.. og það með 88 atkvæða mun humm.. og forsvarsmaður Sólar í Straumi lét vita af því í leiðinni í lokin, svona um leið og hann kvittaði sig í hvíld, að samtökin væru enn til staðar og gætu mótmælt einhverju öðru,  svona ef ástæða væri til...

Við erum dálítið undarleg þjóð... frá því að forseti Bókmenntafélagsins tilkynnti sig inn í Íslandssöguna með  " vér mótmælum allir" þá höfum við ekki hætt..að mótmæla og hverju við mótmælum ekki...

Vér mótmælum "öll":

> lagningu síma frá Seyðisfirði til Reykjavíkur, sem var lagður..

> lokun skolplækjar sem Lækjargata heitir eftir ... hann var byrgður.....

> byggingu Seðlabankans... .hann var byggður...

> byggingu ráðhúss Reykjavíkur ... sem var byggt...

> byggingu Hæstaréttar ... sem var byggð...

> byggingu Perlunnar.... sem var byggð...

> veru bandaríska hersins ... sem fór...

> byggingu Kárahnjúkastíflu ... sem var reist....

> lagningu Höfðabakkabrúar ... sem var lögð....

> niðurrifi húsa við Laugaveg.... sem hverfa hvert af öðru....

Svona væri hægt að nefna blaðsíður ef ekki bækur.

Allt þetta fór í gegnum þrengingar, mismiklar, með leikaraliði, listamönnum og öðru styrkjafólki íslensku þjóðarinnar sem taldi sem vera í betra sambandi við fegurð og notagildi en almúginn...

En svo koma að því... að..

Vér mótmælum "öll":

Klámhópi frá Bandaríkjunum.... sem kom ekki...

Stækkun álvers í Straumsvík..... sem verður ekki....

Það sem skelfir mest er að mótmæli eru nú orðin gild og virka og má búast við því að við mótmælum bara meira... svo hægt er að segja.....

>áfram mótmælendur Íslands ... ykkur tekst að skella hinum þögla meirihluta í kaf með hávaðasömu gelti... gelt sem drepur niður framþróun... gelt sem skilar engum lausnum aðeins hávaða.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það er ekkert lítið til í þessu.

Sigfús Sigurþórsson., 2.4.2007 kl. 14:46

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Um ekkert af þessu var kosið bara gert án þess að spurja nokkurn/þú tryggir ekki eftirá err það K.H.!!!!!Motmæli hafa alltaf verið og verða það er lika lyðræði en betra er samt að kjosa um hlutina fysrt/Kveðja Halli Gamli XD

Haraldur Haraldsson, 3.4.2007 kl. 00:50

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég mótmæli þezzari bloggathugazemd !

Z.

Steingrímur Helgason, 3.4.2007 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján H
Kristján H
Gjörsamlega, algjörlega öfgalaus með skoðanir, oftast réttar en stundum rangar.  Rangar skoðanir eiga líka rétt á sér sbr. fegurð sést aðeins í samanburði við ljótleikann
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband